Frá farsóttanefnd Landspítala um grímuskyldu:
Í ljósi útbreidds smits í samfélaginu og margra stakra atburða sem tengjast Landspítala beint sér farsóttanefnd ekki annað fært en að herða grímuskyldu strax.
Allir starfsmenn á öllum starfsstöðvum skulu bera grímu sem aðeins má taka niður til að matast en þá skal gæta að eins metra reglu.
Allir heimsóknargestir og aðrir sem eiga erindi inn á spítalann skulu bera grímu eins og áður.
Inniliggjandi sjúklingar þurfa ekki að bera grímu nema þegar þeir fara af deild í rannsóknir/meðferðir.