Helga Pálmadóttir hefur verið ráðin deildarstjóri á taugalækningadeild B2 á Landspítala Fossvogi.
Helga lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Árið 2009 lauk hún meistarapróf (MPH) í lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík, meistaraverkefni hennar var „Er ofbeldi vaxandi vandamál? Rannsókn á fjölda koma á slysa-og bráðadeild Landspítala vegna ofbeldisáverka 1999-2008“. Árið 2019 lauk hún meistaraprófi frá Háskóla Íslands í stjórnun og stefnumótun en meistaraverkefni hennar var „Vinnustaðamenning hjúkrunarfræðinga í bráðaþjónustu Landspítala“.
Helga hefur nítján ára reynslu sem hjúkrunarfræðingur og þar af fimm ára reynslu sem aðstoðardeildarstjóri á bráðamóttöku í Fossvogi. Hún hefur verið sendifulltrúi á veraldarvakt á vegum Rauða kross Íslands frá árinu 2012 og farið í þeirra vegum m.a til Nepal og Suður-Súdan. Hún hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands frá árinu 2017. Helga hefur komið að fjölda umbótaverkefna innan Landspítala.