Sólbjörg Sólversdóttir Vestergaard hefur verið ráðin deildarstjóri á bráðaöldrunarlækningadeild B4 á Landspítala Fossvogi.
Sólbjörg lauk prófi í hjúkrunarfræði árið 1994 og árið 2010 meistaraprófi frá Háskólanum í Reykjavík í stjórnun heilbrigðisþjónustu (EMPH).
Sólbjörg hefur 25 ára reynslu sem hjúkrunarfræðingur og starfað á ýmsum deildum innan Landspítala, við heilsugæslu og víðar. Einnig hefur hún hefur unnið að heilbrigðis- og öryggismálum í fyrirtækjum. Hún hefur mikla reynslu af leiðbeinenda- og fyrirlestrastarfi þó sérstaklega skyndihjálp, lífsstíls- og forvarnartengdum málum ásamt öryggis- og vinnuverndarmálum.
Sólbjörg var deildarstjóri á Mörk hjúkrunarheimili í þrjú ár en frá árinu 2019 hefur hún verið aðstoðardeildarstjóri endurhæfingadeild aldraðra K1 á Landakoti.