Rannsóknarráðstefna sérnámslækna í lyflækningum var á Nauthól 4. júní 2021 og fylgja hér ágrip erinda á ráðstefnunni. Sérfræðingar og prófessorar bæði innan og utan sviðsins mættu vel og voru líflegar umræður um öll verkefnin. Þetta var sannkölluð uppskeruhátið eftir viðburðarríkt ár sem hefur verið litað af heimsfaraldri en sérnámslæknarnir sýndu með erindum sínum að hafa í vísindavinnunni ekki látið bilbug á sér finna.
Fundurinn var styrktur af Vistor, Novo Nordisk og Sanofi.