Vísinda- og nýsköpunarsetur aðgerðasviðs á Landspítala hefur að markmiði að vera miðstöð vísinda, rannsókna og nýsköpunar á sviðinu. Hlutverk þess er að styðja við rannsóknir sem fram fara á aðgerðasviði, efla nýsköpun, styðja við kennslu nema í rannsóknartengdu námi og efla rannsóknar- og nýsköpunarsamstarf við aðra hópa sem stunda rannsóknir innan og utan Landspítala.
Þetta nýja setur var formlega stofnað 26. maí 2021. Á aðgerðasviði er mikil vísindavirkni en aðstaða til vísindastarfs dreifð og háð framtaki einstakra vísindamanna og samþætting klínískrar vinnu og rannsóknarstarfs áskorun. Því þótti vanta vettvang fyrir umræðu, fræðslu og samskipti vísindafólks á sviðinu.
Vísinda- og nýsköpunarsetur aðgerðasviðs er regnhlíf yfir þær rannsóknastofnanir/-stofur sem starfa á sviðinu. Því er ætlað að styðja við og hvetja til þess að gerðir séu formlegir samstarfssamningar við háskóla á Íslandi.
Viðfangsefni
a. Að styðja við rannsóknir og efla nýsköpun á aðgerðasviði
b. Að vera vettvangur fyrir rannsóknir og nýsköpun þvert á starfsgreinar og fagstéttir sviðsins
c. Að skapa vettvang akademískrar umræðu á aðgerðasviði
d. Að annast fræðslufundi aðgerðasviðs
e. Að stuðla að samstarfi vísindamanna innan aðgerðasviðs og utan
f. Að styðja við kennslu nema í rannsóknartengdu námi
g. Að skapa aðstöðu og búnað sem nauðsynlegur er vísinda- og nýsköpunarstarfi og stuðla að samnýtingu milli rannsakenda
h. Að fá yfirsýn yfir rafrænar gæðaskrár aðgerðasviðs
i. Önnur verkefni
Stjórn
Stjórn Vísinda- og nýsköpunarseturs aðgerðasviðs er skipuð þverfaglegum hópi sjö fulltrúa til fjögurra ára í senn sem framkvæmdastjóri aðgerðasviðs velur eftir tilnefningu frá forstöðumönnum kjarna. Að auki skipar framkvæmdastjóri aðgerðasviðs tvo fulltrúa háskólasamfélagsins í stjórn í samráði við framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra hjúkrunar
Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga
Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti hjúkrunarfræðideildar
Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræðum og deildarstjóri
Martin Ingi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir svæfinga og gjörgæslulækninga
Nanna Friðriksdóttir, sérfræðíngur í krabbameinshjúkrun
Sigurdís Haraldsdóttir, nýráðin dósent og yfirlæknir í krabbameinslækningum
Þóra Steingrímsdóttir, prófessor og yfirlæknir