Frá yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítala vegna ábendingar yfirlæknis blóðmeinafræðideildar um tilfelli sem komið hafa fram eftir bólusetningu með AstraZeneca og Janssen bóluefnunum og hvernig eigi að bregðast við þeim:
1. Komið hafa upp mjög sjaldgæf tilfelli af cerebral sinus/vein thrombosis (CVT) og splanchic thrombosis (ST) hjá sjúklingum u.þ.b. 5-20 dögum eftir að þeir fengu AZ bóluefnið (AZB, Vaxzevria) og Janssen bóluefnið. Bæði bóluefnin nota adenovirus vector sem talinn er valda ástandinu. Ástandið er kallað VITT (vaccine induced thrombocytopenia and thrombosis syndrome), TTS (thrombocytopenic thrombosis syndrome) eða VIPIT (vaccine induced prothrombotic immune thrombocytopenia).
2. Ástandið getur hugsanlega einnig tengst „venjulegri“ staðsetningu á djúpbláæðasegum þannig að lykillinn að greiningu er hvort thrombocytopenia sé til staðar samfara nýjum djúpum bláæðasega. Sé grunur um VITT væri einnig rétt að mæla DIC panel og að flýta öllum myndgreiningum.
3. Sé grunur um VITT skal strax blóðþynna í fullum skömmtum með argatroban, fondaparinux eða oral beinum storkuhemli (t.d. rivaroxaban 15 mg x 2 eða etv apixaban 10 mg x 2) og vera í sambandi við blóðmeinafræðing (vaktsími 543 2894). Ekki skal nota heparin eða LMWH (enoxaparin eða dalteparin).
4. Ekki skal bíða eftir staðfestingu á anti-PF4 mælingum en senda skal plasma eða serum sýni á storkurannsóknarstofu Landspítala til nánari greiningar.
5. Sem stendur hefur storkurannsóknastofa Landspítala notað s.k. Stago Stic expert anti-PF4 mælingar til að greina HITT (heparin induced thrombocytopenia and thrombosis) syndrome en þótt það próf hafi 98% næmi fyrir HITT hefur það ekki verið notað til að greina VITT. Á næstunni mun rannsóknarstofan því taka upp ELISA mælingu sem er talin vera næmari fyrir VITT. Ítrekað er að ekki skal bíða eftir niðurstöðum anti PF4 áður en meðferð er hafin og meðferð skal vera eins og að ofan er lýst sé minnsti grunur um VITT.
6. Nánar - sjá til dæmis hér