Tólf einstaklingar og fimm hópar voru heiðraðir á ársfundi Landspítala í Hringsal 7. maí 2021. Gunnar Ágúst Beinteinsson framkvæmdastjóri mannauðsmála og Páll Matthíasson forstjóri kynntu hvaða einstaklingar og hópar voru heiðraðir í ár.
Landspítali heiðrar árlega starfsmenn sem sýnt hafa framúrskarandi árangur og lagt fram sérstaklega lofsvert framlag til starfseminnar undangengin misseri. Við valið er sérstaklega horft til þeirra áherslna sem fram koma í stefnu Landspítala - öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur - og þeirra gilda sem stofnunin starfar eftir en þau eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun.
Allir starfsmenn Landspítala eiga kost á að vera heiðraðir, ekki aðeins þeir sem eiga langan starfsaldur að baki
Í valnefnd vegna heiðrana voru Gunnar Ágúst Beinteinsson framkvæmdastjóri mannauðsmála, Kristín Jónsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra, Páll Helgi Möller, yfirlæknir á meðferðarsviði, Viktor Ellertsson, mannauðsstjóri á þjónustusviði og Vigdís Hallgrímsdóttir forstöðumaður aðgerðarsviði.
Starfsmaður nefndarinnar var Þórleif Drífa Jónsdóttir verkefnastjóri, skrifstofu mannauðsmála.
Einstaklingar
Arnfríður Gísladóttir hjúkrunarfræðingur
Árni Kristófer Grétarsson sérhæfður starfsmaður
Elínborg V. Jónsdóttir ljósmóðir
Hrefna Harðardóttir sjúkraliði
Jóhanna Soffía Mar Óskarsdóttir yfirsjúkraþjálfari
Kristján Sturlaugsson verkfræðingur
Sveinbjörg M. Dagbjartsdóttir félagsráðgjafi
Soffía Guðrún Þorsteinsdóttir geislafræðingur
Stefanía Arnardóttir deildarstjóri
Svava Engilbertsdóttir næringarfræðingur
Vigdís Fjóla Stefánsdóttir erfðaráðgjafi
Þorvaldur Jónsson sérfræðilæknir
Hópar
COVID göngudeild
Gæðateymi 21A
Rakningarteymi Landspítala
Samskiptadeild
Starfsmannahjúkrunarfræðingar
Umsagnir
Lesa hér umsögn um hina heiðruðu (23,6 MB)