Verðlaun voru veitt fyrir þrjú bestu ágrip veggspjalda á Vísindum á vordögum 2021, uppskeruhátíð vísindastarfs á Landspítala.
Verðlaunahafar voru þau Arsalan Amirfallah, Auður Anna Aradóttir Pind og Telma Huld Ragnarsdóttir.
Verðlaunin eru 100 þúsund krónur í formi kynningar/ferðastyrks á verkefnum sínum. Verðlaunahafar héldu örfyrirlestur um verkefnin sín.
Verðlaunaágrip voru valin úr 28 innsendum ágripum vísindarannsókna árið 2021. Vísindaráð hafði veg og vanda af mati ágripa sem bárust og valinu á verðlaunahöfum.
Veggspjöld verðlaunahafa:
- Arsalan Amirfallah: Hsa-miR-21-3p er áhrifagen í brjóstakrabbameini
- Auður A. Aradóttir Pind: Tjáning á APRIL, lifunarboði plasmafrumna, er takmörkuð í beinmerg nýburamúsa
- Telma Huld Ragnarsdóttir: Bráður nýrnaskaði á bráðamóttöku: framsýn, tilfellamiðuð rannsókn
Sjá hér öll veggspjöldin á Vísindum á vordögum 2021, þar meðal þau sem fengu verðlaun
Mynd: Arsalan Amirfallah, Auður A. Aradóttir Pind og Telma Huld Ragnarsdóttir.