Frá framkvæmdanefnd um bólusetningar og farsóttanefnd:
Landspítali hefur stöðvað bólusetningar með COVID bóluefni frá Astra Zeneca í dag, 11. mars 2021, í ljósi þess að sóttvarnalæknir mælir með tímabundinni frestun á bólusetningum í varúðarskyni á meðan Lyfjastofnun Evrópu fjallar um möguleg tengsl bólusetningar með þessu bóluefni við blóðtappa. Ekki er vitað hvort tengsl séu á milli, þetta er gert í varúðarskyni.
Vert er að taka fram að Landspítali hefur ekki fengið úthlutað bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun.
Þeir starfsmenn sem hafa fengið boð í bólusetningu í dag munu fá SMS þess efnis að henni sé frestað tímabundið. Framhaldið verður tilkynnt á vef spítalans og WP.