Rannsóknarkjarni Landspítala tilkynnir um nýja rannsókn, P/S-Lipoprotein (a); Lp (a).
Lipoprotein (a), (Lp (a)), er umbreytt LDL-lipoprotein, samsett úr apolipoproteini B 100, kólesteróli, þríglýseríðum, fósfólípíðum og viðbótarpróteini sem kallast apolipoprotein (a). Apolipoprótein (a) er stórt glýkóprotein sem hefur miklinn skyldleika við plasminogen (1).
Rannsóknir hafa sýnt að styrkur Lp (a) í plasma er arfgengur og sjálfstæður áhættuþáttur fyrir æðakölkun og kransæðasjúkdómi, ósæðarlokuþrengslum, blóðsega og bólgu. Þessi aukna áhætta er óháð styrk kólesteróls í blóði. Ólíkt kólesteróli og LDL þá breytist styrkur Lp (a) ekki með hækkandi aldri.
Nánar um nýju rannsóknina hér
Leit
Loka