Hanna Björg Henrysdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri nýrrar sameinaðrar geislameðferðardeildar Landspítala frá 1. janúar 2021.
Hanna Björg lauk BSc gráðu í hátæknieðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 2008, MSc gráðu í læknisfræðilegri eðlisfræði frá Vrije Universiteit í Amsterdam árið 2011 og MSc gráðu í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands árið 2016.
Hanna Björg hefur starfað á Landspítala sem eðlisfræðingur á geislaeðlisfræðideild frá árinu 2008. Hún hefur verið stundakennari við læknadeild HÍ frá árinu 2008.