Gunnar Ágúst Beinteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóra mannauðs á Landspítala.
Gunnar hefur farsæla reynslu af mannauðsmálum, stefnumótun sem og rekstri og stjórnun. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1991. Þá lauk hann meistaranámi með áherslu á stefnumótun og stjórnun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 2002. Hann hóf störf hjá Actavis Group árið 2004 sem forstöðumaður stefnumótunar og frá árinu 2006 sem framkvæmdastjóri mannauðsmála. Árið 2015 varð hann framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðsmála hjá Xantis Pharma AG í Sviss. Frá því fyrr á þessu ári hefur hann starfað við eigið ráðgjafarfyrirtæki í Sviss. Gunnar spilaði handbolta með FH og íslenska landsliðinu á árunum 1985-2000.
Gunnar er boðinn velkominn til starfa á Landspítala.
Samhliða þessu lætur af störfum framkvæmdastjóra mannauðs Ásta Bjarnadóttir eftir 5 farsæl ár í uppbyggingu öflugs mannauðsstarfs á spítalanum. Hún mun gegna starfi framkvæmdastjóra mannauðs til 1. janúar og gert er ráð fyrir mikilvægum kröftum hennar áfram á Landspítala.