Hjörtur F. Hjartarson hefur verið ráðinn yfirlæknir bæklunarskurðlækninga á Landspítala.
Hjörtur lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2002 og sérnámi í bæklunarskurðlækningum á bæklunardeild sameinaðs sjúkrahúss Hassleholm-Kristianstad-Ystad. Hann hlaut sérfræðingsréttindi í Svíþjóð árið 2009.
Hjörtur hefur starfað á Landspítala frá árinu 2014, fyrst sem sérfræðingur með aðaláherslu á liðskipti en síðan sem starfandi yfirlæknir bæklunarskurðlækninga frá því í nóvember 2019. Hann hefur sinnt kennslu og vísindastörfum samhliða starfi, verið virkur í umbótastarfi og leggur höfuðáherslu á bætt aðgengi sjúklinga að þjónustu.
Bæklunarskurðdeild B5