Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd:
1. Valaðgerðir
Forstjóri Landspítala og formaður farsóttanefndar munu fyrir hönd viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar senda Embætti landlæknis bréf í dag þar sem tilkynnt verður það mat spítalans að ekki sé lengur þörf á að takmarka framkvæmd valaðgerða sem gerðar eru í svæfingu vegna stöðunnar á Landspítala. Þetta gildir um flestar slíkar aðgerðir að undanskildum áhættusömum aðgerðum.
2. Hópsmit á Landakoti
Undanfarið hefur verið unnið að innri skoðun á þeim atburðum sem leiddu til hópsmits á Landakoti. Búist er við niðurstöðu þeirrar vinnu á næstu dögum og mun fara fram rýni með utanaðkomandi sérfræðingum. Í kjölfarið mun Embætti landlæknis verða send greinagerðin til viðeigandi meðferðar. Hópsmitið var tilkynnt Embætti landlæknis um leið og þess varð vart, eins og lög gera ráð fyrir.
3. Á Landspítala eru nú:
68 sjúklingar inniliggjandi vegna COVID-19 – 160 alls frá upphafi þriðju bylgju faraldursins
- Þar af 3 nú á gjörgæslu og tveir í öndunarvél
13 andlát hafa orðið á Landspítala í þriðju bylgju
582 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 98 börn
60 starfsmenn eru í einangrun vegna COVID19
143 starfsmenn LSH eru skráðir í einangrun (60) eða sóttkví (A:29 B:27 C:35).