Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd:
1. Landspítali er á neyðarstigi vegna COVID-19 og mikið álag er á spítalanum.
2. Á Landspítala er staðan þessi:
75 sjúklingar eru inniliggjandi vegna COVID-19 – 159 alls frá upphafi 3. bylgju faraldursins
- Þar af eru nú 4 á gjörgæslu og tveir í öndunarvél
8 andlát hafa orðið á Landspítala í 3. bylgju
612 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 115 börn
61 starfsmaður er í einangrun vegna COVID-19
111 starfsmenn eru í sóttkví sem skiptist þannig; 31 eru í sóttkví A, 35 í sóttkví B og 45 í sóttkví C)