Geðþjónustan á Landspítala hefur hlotið styrk til að þróa vefútfærslu á hugrænni atferlimeðferð við áfallastreitu. Verkefnið er unnið í samvinnu við Miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti landlæknis og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Berglind Guðmundsdóttir yfirsálfræðingur stýrir verkefninu í samvinnu við Júlíönu Guðrúnu Þórðardóttur, staðgengil deildastjóra göngudeildar, og Agnesi B. Tryggvadóttur, teymistjóra áfallateymis Landspítala.
Verkefninu var úthlutað 12,2 milljónum. Það er eitt af sautján verkefnum sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra úthlutuðu styrkjum til sem lið í því að auka þjónustu við viðkvæma hópa sem verða fyrir áhrifum vegna Covid-19 faraldursins. Styrkirnir er afurð vinnu aðgerðateymis skipuðu af ráðherrunum í þeim tilgangi að stýra og samræma vinnu við útfærslu aðgerða gegn ofbeldi á tímum efnahagsþrenginga og áfalla.