Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala:
Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COViD-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innri upplýsingavef spítalans.
Tilkynningar og áréttingar dagsins
1. Inflúensubólusetning
Inflúensan gengur árlega með nýjum stofnum sem geta valdið alvarlegum faröldrum t.d. inni á heilbrigðisstofnunum. Bólusetning heilbrigðisstarfsmanna er mjög mikilvæg til að hindra smit til þeirra eða skjólstæðinga. Það að COVID-19 sé í gangi dregur alls ekki úr ábendingunni fyrir inflúensubólusetningu nema síður sé. Það er slæmt að fá tvær alvarlegar sýkingar á svipuðum tíma. Fyrir þá sem hafa fengið COVID-19 og er batnað er mun betra að fá bólusetninguna og minnka þannig líkur á að fá slæma inflúensu sem gæti ýft upp fyrri einkenni.
2. Á Landspítala eru nú:
27 sjúklingar inniliggjandi vegna COVID19 – 63 alls frá upphafi þriðju bylgju faraldursins.
- Þar af eru nú 3 á gjörgæslu og 2 þeirra í öndunarvél
1 sjúklingur hefur látist á Landspítala í þriðju bylgju faraldursins
1.261 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 218 börn
46 starfsmenn eru í sóttkví A
18 starfsmenn eru í einangrun