Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, birti á Vísindum að hausti 7. október 2020 fyrstu niðurstöður úr könnun um einkenni og líðan sjúklinga í kjölfar Covid 19. Auk hennar eru í rannsóknarhópnum Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og lektor við Háskóla Íslands, Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og aðjúnkt við Háskóla Íslands, Elín J.G. Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Landspítala, Hans Haraldsson, verkefnastjóri við Háskóla Íslands og Helga Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra á Landspítala.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna einkenni og líðan einstaklinga sem fengu Covid-19 og nutu þjónustu Covid-19 göngudeildar Landspítala. Spurningalisti var sendur út í júlí og var svarhlutfall um 60%. Þátttakendur mátu líðan sína og einkenni bæði á meðan þeir voru í einangrun og undanfarnar 1-2 vikur þegar spurningalista var svarað. Rannsóknin sýndi að þótt einkennum fækki og það dragi úr styrkleika þeir þá er fólk engu að síður að glíma við fjölþætt einkenni sem hafa áhrif á daglegt líf, einkum þreytu, mæði og verki. Meirihluti þátttakenda mat heilsu sína verri nú en fyrir Covid-19.
Hér er hlekkur á myndskeið þar sem Sigríður Zoëga fer yfir niðurstöðurnar. Fyrirlestur hennar byrjar á 1:15:00.