Áslaug S. Svavarsdóttir tók við stöðu deildarstjóra dag- og göngudeildar augnlækninga þann 21. september 2020.
Áslaug er hjúkrunarfræðingur, útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla Íslands árið 1982 og lauk framhaldsnámi í skurðhjúkrun 1990. Árið 2005 lauk hún B.Sc prófi við hjúkrunardeild Háskóla íslands og árið 2012 diplóma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu.
Áslaug hefur mest allan sinn starfsaldur verið á skurðstofum við Hringbraut og var deildarstjóri á skurðstofum kvennadeildar 23A frá 2008-2018. Hún var deildarstjóri speglunar 11D frá 2019-2020.