Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala:
Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COViD-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd funda daglega. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innri upplýsingavef spítalans.
Tilkynningar og áréttingar dagsins
1. Vegna hins vaxandi þunga sem er í starfsemi Landspítala af Covid-19 og þeirrar staðreyndar að spítalinn er á hættustigi er nú unnið að ýmsum leiðum til að auðvelda breytingar á starfseminni, þar með talið að búast má við tilflutningi starfsmanna í samræmi við þetta.
2. Fjórum af sjö skurðstofum við Hringbraut verður á næstu dögum lokað sem og tveimur af þremur skurðstofum á kvennadeild. Alls eru því 9 af 19 skurðstofum spítalans lokaðar en áfram er bráðaaðgerðum og aðkallandi aðgerðum sinnt.
3. Smitsjúkdómadeild A7 er nú einungis farsóttareining og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við Covid-19 sjúklingum þar.
4. Svefndeild á A6 hefur verið lokað en göngdeildarþjónusta við þann sjúklingahóp er áfram á B3.
5. Dagdeild B7 verður flutt á B1 og fjölgar legurýmum á deild B7 í kjölfarið.
6. Brýnt er fyrir starfsmönnum og gestum að bera ávallt andlitsgrímur sem Landspítali útvegar í öllum rýmum spítalans.
7. Mikilvægt er að starfsmenn komi ekki til vinnu ef vart verður einhverra einkenna sem kunna að benda til Covid-19 sýkingar. Starfsfólki er bent á að hafa samband við starfsmannahjúkrun Landspítala ef einkenna verður vart.
8. Minnt er á tilmæli sóttvarnalæknis að þeir sem geta sinni vinnu sinni að heiman. Ákvörðun um þetta er alltaf tekin í samráði við næsta yfirmann og hvatt er til stöðufunda með starfsfólki í upphafi og við lok dags.
9. Tölulegar upplýsingar:
Á Landspítala eru nú:
13 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid-19
- Þar af 2 á gjörgæslu og báðir í öndunarvél
572 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar
95 starfsmenn eru í sóttkví A
37 starfsmenn eru í einangrun