Ólafur G. Skúlason hjúkrunarfræðingur gegnir starfi forstöðumanns skurðstofa og gjörgæslu á Landspítala tímabundið frá 1. október 2020 til 30. júní 2021.
Ólafur lauk Bs námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 en var áður sjúkraliði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hann lauk diplómanámi í skurðhjúkrun frá HÍ árið 2012 og meistaranámi í hjúkrunarstjórnun frá sama skóla árið 2018. Hann hefur unnið á Landspítala á ýmsum deildum frá útskrift m.a. á gjörgæslu í Fossvogi og á skurðstofum þar.
Ólafur var formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á árunum 2013-2016. Hann var ráðinn deildarstjóri á skurðstofum í Fossvogi 2016 og hefur gegnt því starfi frá þeim tíma.