Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala:
Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COViD-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd funda daglega. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innri upplýsingavefjum spítalans.
Tilkynningar og áréttingar dagsins
1. Vegna vaxandi þunga Covid-19 faraldursins og að enn eigi innlagnaþungi sjúklinga með Covid-19 eftir að aukast, hefur Landspítali eflt viðbragð sitt i samræmi við viðbragðsáætlun.
2. Svefndeild verður lokað frá og með morgundeginum, 1. október.
3. Ljóst er að vegna aðstæðna má búast við breyttri starfsemi á nokkrum deildum spítalans og að starfsfólk verði tímabundið beðið að færa sig til í starfi, eftir því sem nauðsyn krefur.
4. Tölulegar upplýsingar
Á Landspítala eru nú
10 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid 19
- Þar af 2 á gjörgæslu og báðir í öndunarvél
550 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar
115 starfsmenn eru í sóttkví
37 starfsmenn eru í einangrun