Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala:
Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COViD-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd funda daglega. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innri upplýsingavefjum spítalans.
Tilkynningar og áréttingar dagsins
1. Grímuskylda er á Landspítala.
Öllum starfsmönnum og gestum er skylt að bera grímur sem Landspítali leggur til. Afar brýnt er að allir starfsmenn hlíti þessu og hvetji samstarfsfólk til að gera slíkt hið sama. Rétt notkun gríma er mikilvæg, sbr. hér. : https://www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-skrar/Gagnasafn/Visindi-og-menntun/Sykingavarnir/Veggspjold/orugg_notkun_skurdstofugrima_covid19_A4.pdf
2. Tölulegar upplýsingar
Á Landspítala eru nú:
6 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid 19
- Þar af 2 á gjörgæslu og annar í öndunarvél
519 sjúklingar í eftirliti Covid-19 göngudeildar
121 starfsmaður í sóttkví
37 starfsmenn í einangrun