Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala:
Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COViD-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd funda daglega. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innri upplýsingavefjum spítalans.
Tilkynningar og áréttingar dagsins
1. Fjórum skurðstofum af átta á Landspítala Fossvogi hefur verið lokað og sjúklingar því ekki kallaðir inn til aðgerða þar í ljósi viðbúnaðar vegna smita og sóttkvía starfsmanna. Bráðaaðgerðum verður sinnt, að vanda.
2. Á deild A7, smitsjúkdómadeild, eru heimsóknir til sjúklinga ekki heimilar.
3. Stjórnendur eru minntir á að hægt er að sækja til farsóttanefndar um sóttkví C fyrir starfsmenn sem hafa verið í sóttkví. Það er gert að fengnu neikvæðu sýni 7 dögum eftir mögulega útsetningu fyrir Covid-19.
4. Tölulegar upplýsingar:
Á Landspítala eru nú:
5 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid 19
- 1 á gjörgæslu (í öndunarvél)
497 sjúklingar í eftirliti Covid-19 göngudeildar.
177 starfsmenn í sóttkví A
37 starfsmenn í einangrun