Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala:
Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COViD-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd funda daglega. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innri upplýsingavefjum spítalans.
Tilkynningar og áréttingar dagsins
1. Vegna fjölgunar innlagna og vaxandi þunga í eftirliti Covid-19 göngudeildar hefur viðbúnaður á smitsjúkdómadeild A7 verið aukinn.
2. Vegna röskunar á starfsemi Landspítala Fossvogi má búast við að fyrirhuguðum aðgerðum verði frestað. Þeir sem bíða slíkra aðgerða mega búast við símtali þessa efnis með stuttum fyrirvara. Er þetta vegna einangrana og sóttkvíar starfsfólks.
3. Gert er ráð fyrir skimunum fyrir Covid-19 hjá um 150 starfsmönnum í Fossvogi í dag.
4. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd beinir því til starfsmanna að uppfæra upplýsingar um símanúmer og fylgjast vandlega með miðlum spítalans, sérstaklega tilkynningum á Workplace. Stjórnendur eru beðnir að sjá til þess að uppfærðar upplýsingar um hvernig unnt er að ná í starfsfólk liggi fyrir og hvetja það til að fylgjast með tilkynningum á miðlum spítalans.
Sjá leiðbeiningar hér.
1. Tölulegar upplýsingar:
Á Landspítala eru nú:
4 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid-19
1 á gjörgæslu (í öndunarvél)
464 sjúklingar í eftirliti Covid-19 göngudeildar.
177 starfsmenn í sóttkví A
35 starfsmenn í einangrun