Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala:
Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COViD-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innra upplýsingavef spítalans.
Tilkynningar og áréttingar dagsins
1. Vegna Covid-19 smits í Fossvogi og einangrunar og sóttkvíar starfsfólks hefur verið ákveðið að loka dagdeild skurðlækninga (A5) og göngudeild skurðlækninga (B3) í a.m.k. viku. Umtalsverð röskun verður á skurðstarfsemi í Fossvogi vegna þessa, m.a. niðurfelling fyrirhugaðra skurðaðgerða.
2. Um er að ræða dropa- og snertismit. Því er mikilvægt að viðhafa ítrustu smitvarnir á sameiginlegum snertiflötum starfsmanna með handhreinsun og sótthreinsun yfirborðsflata.
3. Því er beint til stjórnenda að skipuleggja kaffi- og matmálstíma með þeim hætti að unnt sé að virða 2 metra regluna þegar matast. Algjör grímuskylda er í öllum rýmum spítalans.
4. Starfsfólk á alls ekki að mæta til vinnu hafi það einkenni sem samræmast geta Covid-19 og sama gildir ef fólk á heimili starfsmanns hefur einkenni. Þá ber að hvetja til sýnatöku hjá heilsugæslu.
5. Starfsfólk er vinsamlegast beðið að huga sérstaklega að smitvörnum sínum utan vinnustaðarins, þar sem útbreidd smit eru í samfélaginu.
6. Tölulegar upplýsingar
Á Landspítala eru nú
2 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid 19
405 sjúklingar í eftirliti Covid-19 göngudeildar
178 starfsmenn í sóttkví A
35 starfsmenn í einangrun