Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala:
Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COViD-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd funda daglega. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innri upplýsingavefjum spítalans.
Áhrif á skurðlækningaþjónustu
Ljóst er að einangrun og sóttkví starfsmanna vegna Covid-19 hefur haft áhrif á starfsemi í skurðlækningaþjónustu og hefur 44 aðgerðum verið frestað vegna þessa síðustu tvo daga. Aðgerðum er forgangsraðað þannig að allar brýnar aðgerðir eru framkvæmdar, s.s. krabbameinsaðgerðir og aðrar sem ekki þola bið.
Eins og kunnugt er tekur spítalinn þátt í biðlistaátaki vegna liðskiptaaðgerða en vegna þeirrar stöðu sem upp er komin er hugsanlegt að fresta verði þeim aðgerðum sem fyrirhugaðar voru um komandi helgi. Endanleg ákvörðun um þetta mun liggja fyrir á fimmtudag. Sjúklingar sem bíða þessara aðgerða verða upplýstir um gang mála um leið og niðurstaða liggur fyrir.
Aðrar tilkynningar
1. Um grímunotkun við matmálstíma:
a. Gríma tekin af á réttan hátt, henni fleygt og hendur hreinsaðar
b. Matast í tveggja metra fjarlægð frá öðrum
c. Ný, hrein gríma sett upp
Ekki leggja grímuna á borðið eða matarbakkann, hengja hana á eyrað, stinga í vasa eða þess háttar.
2. Tölulegar upplýsingar:
Á Landspítala eru nú:
2 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid 19
328 sjúklingar í eftirliti Covid-19 göngudeildar
177 starfsmenn í sóttkví A
26 starfsmenn í einangrun