Ólöf Kristjana Bjarnadóttir hefur verið ráðin sérfræðingur í krabbameinslækningum á lyflækningum krabbameina á Landspítala.
Ólöf Kristjana starfaði við háskólasjúkrahúsið í Lundi/Malmö, Svíþjóð síðastliðin 10 ár. Fyrst sem sérnámslæknir frá 2010 til 2014 og síðan sem sérfræðilæknir í krabbameinslækningum í Lundi/Malmö. Samhliða sérnámi í krabbameinslækningum stundaði Ólöf doktorsnám í krabbameinsfræðum við Háskólann í Lundi og lauk doktorsprófi í lok árs 2017. Sem sérfræðilæknir í Lundi tók Ólöf virkan þátt í klíniskum rannsóknum auk hefðbundinna læknastarfa.