Að beiðni þeirra aðila sem stóðu að samkomulagi aðila opinbera vinnumarkaðarins um styttingu vinnutímans, sem nú hefur verið samið um í mörgum kjarasamningum, hefur Bára Hildur Jóhannsdóttir, deildarstjóri mönnunar- og starfsumhverfisdeildar á skrifstofu mannauðsmála hjá Landspítala, tekið að sér að leiða verkefnisstjórn þess verkefnis á landsvísu næstu 11 mánuði.
Bára Hildur mun þó koma mikið að vinnunni á Landspítala, enda er spítalinn stærsti vaktavinnustaður hins opinbera.
Helga Sigurðardóttir mannauðsstjóri hefur af þessu tilefni tekið við sem deildarstjóri mönnunar- og starfsumhverfisdeildar og gegnir því hlutverki út júlímánuð 2021.
Við verkefnum Helgu á sviði mannauðsmála sérnámslækna og lækna með lækningaleyfi tekur Berglind Möller, verkefnisstjóri á kjaradeild.
Á meðfylgjandi mynd eru þær stöllur frá vinstri til hægri: Bára Hildur, Helga og Berglind.