Ragna Gústafsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri blóð- og krabbameinslækningadeildar frá 1. september 2020.
Ragna lauk Bs námi í hjúkrunarfræði frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 2002 og Bsc gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Ragna hefur stundað nám í mannauðsstjórnun við HÍ.
Ragna starfaði á Landakotspítala sem hjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri og deildarstjóri frá 1982 til 1992, lengst af á lyflækningadeild. Frá árinu 1992 til 2004 starfaði Ragna á slysa- og bráðadeild í Fossvogi sem hjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri og deildarstjóri í afleysingum. Þann 1. janúar 2005 var Ragna ráðin hjúkrunardeildarstjóri á bráðadeild í Fossvogi og gegndi hún því starfi til loka febrúar 2020. Síðustu mánuði hefur Ragna starfað sem hjúkrunarfræðingur á skrifstofu meðferðarsviðs m.a. við smitrakningar hjá almannavörnum og sóttvarnalækni.