Sjúkratryggingar Íslands hafa breytt tímabundið samningi við ljósmæður um að auka vitjanaþjónustu sína í heimahúsum í stað þess að svokölluð fimm daga skoðun fari fram á Landspítala. Þetta er gert til að draga úr smithættu og létta á Landspítala.
Vakthafandi nýburalæknir á Landspítala mun styðja við þessa þjónustu í gegnum síma eftir því sem þörf er á.
Breytingin gildir til og með 19. ágúst 2020 með heimild til framlengingar meðan á COVID-19 faraldri stendur.