Á upplýsingasíðunni um Covid-19 á vef Landspítala er að finna nokkur veggspjöld sem gerð hafa verið til þess að fræða um leiðir til að draga úr hættu á að sýkjast af kórónaveirunni sem veldur Covid-19. Þessi veggspjöld er hægt að sækja og setja upp á þeim stöðum þar sem það er talið gagnlegt.
Veggspjöldin bera þessi yfirheiti:
Dregið úr sýkingarhættu
Dregið úr sýkingarhættu fyrir aldraða og aðra viðkvæma hópa
Skynsamleg notkun almennings á einnota hönskum og grímum
Sjálfumhyggja á tímum Covid-19 / Að huga að sjálfum sér
Höldum bilinu
Veggspjöldin eru bæði í PDF og JPG og á nokkrum tungumálum.
Skoða og sækja veggspjöld (smella á myndirnar)