Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins og Elsa B. Friðfinnsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu í ráðuneytinu, kynntu sér starfsemi sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í heimsókn 24. júlí 2020. Á móti þeim tóku Páll Matthíasson forstjóri, Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs, Karl G. Kristinsson yfirlæknir, Ólafía Svandís Grétarsdóttir deildarstjóri og fleira starfsfólk í Ármúla 1a.
Gestunum voru sýnd húsakynnin við Ármúla, sérstaklega sá hlutinn sem er að greina veiruna sem veldur Covid-19 en líka þar sem er hin hefðbundna starfsemi sýkla- og veirufræðideildar.
Ráðherrann þakkaði í lok heimsóknarinnar Karli, Ólafíu Svandísi og öðrum fyrir leiðsögnina um Ármúla en þó sérstaklega fyrir það hvað starfsfólkið þar væri allt „frábært“ í því að takast á við það stóra verkefni sem það hefði fengið í hendur.
Eftir heimsóknina sýndi forstjóri gestunum úr heilbrigðisráðuneytinu verkefnamiðaða aðstöðu í nýjum húsakynnum spítalans við Skaftahlíð, átti fund með gestunum og sagði frá þeirri starfsemi sem fram fer í húsinu.
Mynd af ofan: Hópmyndin í Ármúla er tekin þar sem eru í baksýn einungrunartækið sem einangrar kjarnsýru úr sýninu (t.v.) og pípetturóbóti (t.h). Sá er nýr og ekki kominn í gagnið en hann raðar í glös með tölvutækni sem eykur afköst og sérstaklega öryggi í meðhöndlum sýna vegna þess að minni hætta verður á villum í svörun þegar mannshöndin kemur ekki nærri.
Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar ljósmyndari.