Frá farsóttanefnd Landspítala:
Þar sem reglur varðandi sóttkví og sýnatökur hafa breyst nokkuð gagnvart samfélaginu að undanförnu vill farsóttanefnd árétta eftirfarandi:
1. Allir sjúklingar sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum skv. skilgreiningu sóttvarnalæknis (ekki Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Færeyjar og Grænland) eiga að vera í sóttkví innan veggja spítalans í 14 daga frá heimkomu. Neikvæð sýni (1 og 2) leysa viðkomandi ekki úr sóttkví.
2. Um starfsmenn sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum og fá leyfi til að starfa í sóttkví C gildir sama fyrirkomulag, þeir verða að fylgja reglum um sóttkví C í 14 daga frá heimkomu burtséð frá tveimur neikvæðum sýnum.
Þetta er gert til að vernda viðkvæma og kerfislega mikilvæga innviði.
3. Þeim eindregnu tilmælum er beint til gesta að heimsækja ekki veika aðstandendur á spítalann fyrr en 14 dögum eftir heimkomu frá skilgreindum áhættusvæðum. Ef sérstakar aðstæður eru uppi og heimsókn er metin mikilvæg þá er heimsóknargestur beðinn um að vera með skurðstofugrímu og spritta hendur. Þetta gildir aðeins að því gefnu að viðkomandi hafi engin einkenni sem geta bent til COVID-19 né hafi umgengist einstakling með sjúkdóminn á síðustu 14 dögum.
Reglur um sóttkví starfsmanna hafa verið endurskoðaðar vegna heimkomusmitgátarinnar