Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala 14. júlí 2020:
Farsóttanefnd hefur gefið út endurskoðaðar reglur um sóttkví starfsmanna í tengslum við þær breytingar sem sóttvarnalæknir hefur gert með svonefndri heimkomusmitgát.
Áfram geta stjórnendur sótt um sóttkví C fyrir starfsmenn sem koma frá löndum innan Schengen-svæðisins sem skilgreind eru sem áhættusvæði (óbreytt).
Starfsmenn sem koma frá löndum utan Schengen-svæðisins mega ekki sækja vinnu fyrr en neikvæð niðurstaða úr sýni 2 liggur fyrir (u.þ.b. 5 dögum eftir heimkomu). Þá getur viðkomandi unnið í sóttkví C þar til 14 dagar eru liðnir frá mögulegu smiti.
Starfsmenn sem fara til landa utan Schengen-svæðisins í frí þurfa því að gera ráðstafanir vegna sóttkvíar í að minnsta kosti 5 daga eftir heimkomu og að hafa óskað eftir og fengið samþykkt frí þann tíma áður en farið er. Í einhverjum tilfellum kann að vera að starfsfólk geti, með heimild stjórnanda, starfað heima þann tíma sem sóttkví varir ef verkefni leyfa það.
Sækja þarf um sóttkví C til farsóttanefndar (farsottanefnd@landspitali.is) og tilgreina þar nafn og kennitölu starfsmanns, hvaðan hann er að koma og hvenær.
Gæðaskjal – Sóttkví starfsmanna A-B-C
Starfsmenn, sjúklingar og heimsóknargestir sem koma frá svæðum sem ekki eru skilgreind áhættusvæði þurfa hvorki að fara í sýnatöku á landamærum né heimkomusmitgát/sóttkví en minnt er á mikilvægi þess að gæta varúðar í allri umgengni og stunda sóttvarnir af kappi.
Breytingar þessar taka þegar gildi (14. júlí 2020)