Barna- og unglingageðdeild Landspítala hafa verið færðar að gjöf 75 þúsund krónur sem söfnuðust í miðnæturgolfi.
Það var Guðlaugur Magnússon (Laugi) sem kallaði til vina og vandamanna að koma í miðnæturgolfmót en greitt yrði fyrir það til styrktar BUGL.
Alls skráðu sig 25 gestir í mótið og þannig safnaðist féð til styrktar barna- og unglingageðdeildinni.
Efri myndin er tekin þegar Guðlaugur afhenti gjöfina, sú neðri er hópmynd af þeim sem mættu til keppni. Guðlaugur er þakklátur öllum sem tóku þátt í mótinu og vonast til þess að þeir verði aftur með að ári liðnu!.