„Síðbúnar afleiðingar krabbameina í æsku: Heilsufar, lífsgæði og hjarta- og efnaskiptatengdir áhættuþættir á fullorðinsaldri “ er rannsókn sem Vísindasjóður Íslands styrkir um rúmar fjórar milljónir króna ár árinu 2020.
Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, og Vigdís Hrönn Viggósdóttir hjúkrunarfræðingur fara fyrir rannsókninni sem er unnin á Miðstöð síðbúinna afleiðinga krabbameina sem hefur verið á Barnaspítalanum síðan 2016. Vigdís Hrönn er starfsmaður miðstöðvarinnar. Þáttakendur í rannsókninni eru fólk sem kom á Miðstöðina frá 2016 til ársloka 2019. Lagðir voru fyrir það spurningalistar um lífsvenjur, lífsgæði og andlega líðan og líkamlegt ástand skoðað.
Þess er vænst að fyrstu niðurstöðu liggi fyrir í árslok.