Á Landspítala verða opin talsvert fleiri legurými sumarið 2020 en undanfarin ár og verða að meðaltali 15 fleiri rúm á legudeildum opin (7 daga rúm) en voru sumarið 2019 þegar litið er til mánaðanna júní, júlí og ágúst.Að meðaltali verður 91,2% allra rúma opin þessa sumarmánuði. Til samanburðar var 89,7% rýma opinn að meðaltali þessa sumarmánuði árið 2019.
Hefðbundin fækkun opinna sjúkrarýma mun hefjast um miðjan júní og standa fram í miðjan ágúst og verður mesta fækkunin í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi eins og undan farin ár en fleiri rúm opin en undanfarið ár.
Að meðaltali verða 57 rúm lokuð í sumar og í mestu lokununum síðustu tvær vikurnar í júlí verða 90 og 91 rúm lokuð af 652 rúmum Landspítala. Sumarið 2019 voru mun meiri lokanir en þá voru að meðaltali 67 rúm lokuð af 646 rúmum og var þá samtals 109 rúmum lokað um tveggja vikna skeið seinni tvær vikurnar í júlí.
Á meðferðarsviði verða opin að meðaltali 10 fleiri rúm í sumar en sumarið 2019 og verða 94,8% allra rúma sviðsins opin að meðaltali í sumar. Á aðgerðasviði verða 6 fleiri rúm opin að meðaltali og 86,3% rúm opin af heildarrúmafjölda sviðsins.
Ítarlegt yfirlit um sumarstarfsemina á Landspítala 2020