Vika hjúkrunar 2020 hefst mánudaginn 11. maí með fjölbreyttri kynningu á hjúkrun á Landspítala.
Veggspjöldin í viku hjúkrunar verða hengd upp víðsvegar á spítalanum 11. maí, þau eru fjölmörg og sýna vel það fjölbreytilega starf sem hjúkrunarfræðingar sinna.
Mánudaginn 11. maí, kl. 14:00, verður líka fræðsluerindi um stuðning við fjölskyldur á tímum Covid-19 og þær áskoranir sem því fylgja.
Fræðsluerindinu verður streymt beint á Facebook Landspítala og verður svo aðgengilegt áfram að streymi loknu.
Þar sem efnið er allt meira og minna rafrænt hefur hjúkrunarráð fengið mikinn stuðning frá samskiptadeild og heilbrigðis- og upplýsingatæknideild til að koma því á framfæri. Í vikunni verður birt efni um sýn og stefnu hjúkrunar, einnig tvö hlaðvörp, annars vegar viðtal við Önnu Gyðu Gunnlaugsdóttur hjúkrunarfræðing og einn af þeim fyrstu sem hlaut starfsheitið „sérfræðingur í hjúkrun“, hins vegar tóku Marta Jónsdóttir og Sigríður Gunnarsdóttir létt spjall um hjúkrun í nútíð og framtíð.
Hjúkrunarráð hvetur alla hjúkrunarfræðinga til að vera sýnilega á samskiptamiðlum alla vikuna og taka sér tíma til að fagna hjúkrun.