Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
24. apríl 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
1. Aðstandandi má vera viðstaddur allt fæðingarferlið en má ekki fylgja konu á legudeild eftir fæðingu, ekki fara í sameiginleg rými og gæta að fyllstu sóttvörnum meðan á dvöl stendur. Eftir sem áður gildir að aðstandanda er ekki heimilt að koma á spítalann hafi hann einkenni um öndunarfærasýkingu.
2. Þá er ástæða til að ítreka enn fremur að ekki er gert ráð fyrir að aðstandandi fylgi konu í fósturgreiningu.
Ekki er gert ráð fyrir breytingum á þessum viðmiðunum fyrr en í síðari hluta maímánaðar.
2. Helstu tölulegar upplýsingar kl. 12:30
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi inniliggjandi sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
12 (frá upphafi 103)
Þar af á gjörgæslu 4 og 2 í öndunarvél (frá upphafi 27 og 15 í öndunarvél)
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
3
Sjúklingar í sóttkví
2
Útskrifaðir samtals (andlát meðtalin sem og innliggjandi batnað af Covid-19)
91
Inniliggjandi en batnað af Covid-19
8
Látnir
7
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 5
í einangrun í dag 5 (batnað 54)
c. Göngudeild Covid-19
í eftirliti 239
þar af 17 börn
d. Batnað
1.608