Stefnt er það að halda viku hjúkrunar núna 11. til 15. maí 2020 eins og til stóð en þó með breyttu sniði vegna Covid-19 faraldursins. Veggspjaldakynningin verður þó með óbreyttu sniði. Hjúkrunarráð stendur fyrir viku hjúkrunar á Landspítala.
Í viku hjúkrunar, sem hefur verið reglulegur viðburður á Landspítala um árabil, er viðamikil kynning á starfsemi hjúkrunar á spítalanum. Hins vegar er ljóst að ekkert verður um málþing né fyrirlestra að þessu sinni. Hefðbundnar kynningar verða á veggspjöldum og ætlunin er að hengja þau upp 11. maí. Veggspjöldin verða til sýnis í tvær vikur. Að öllum líkindum verða svo ýmsir viðburðir sem verður hægt er að njóta í gegnum Netið.
- Ef einhver hefur tillögu að einhverju til að gera í viku hjúkrunar án þess að það brjóti gegn varúðarreglum vegna Covid-19 er hægt að senda tillögu um það á hjukrunarrad@landspitali.is.
- Á vefsíðunni „Vika hjúkrunar“ hefur verið komið upp skráningarformi fyrir veggspjöld. Skráningunni þar lýkur 6. maí.