Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
17. apríl 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Aflétting heimsóknarbanns Landspítala er til skoðunar sem og önnur tilmæli og viðmið sem viðbragðsstjórn hefur sett vegna Covid-19 faraldursins. Ekki er gert ráð fyrir neinum breytingum fyrr en eftir 4. maí og verður tilkynnt nánar eftir því sem ákvörðunum vindur fram.
2. Helstu tölulegar upplýsingar kl. 12:30
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi inniliggjandi sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
30 (frá upphafi 100)
Þar af á gjörgæslu 2 og 2 í öndunarvél (frá upphafi 25 og 13 í öndunarvél)
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
1
Sjúklingar í sóttkví
3
Útskrifaðir samtals
63
Látnir
7
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 23
í einangrun í dag 9 (batnað 49)
c. Göngudeild Covid-19
í eftirliti 492
þar af 42 börn
d. Batnað
1.319