Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
16. apríl 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd hafa ákveðið að loka matsölum spítalans fyrir neyslu matar í matsal á Hringbraut og í Fossvogi. Afgreiðsla mötuneyta og kaffihúsa verður að öðru leyti óbreytt og unnt að sækja mat og aðrar vörur þangað.
2. Helstu tölulegar upplýsingar kl. 12:30
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi inniliggjandi sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
33 (frá upphafi 100)
Þar af á gjörgæslu 5 og 3 í öndunarvél (frá upphafi 25 og 13 í öndunarvél)
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
0
Sjúklingar í sóttkví
3
Útskrifaðir samtals
61
Látnir
6
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 23
í einangrun í dag 12 (batnað 54)
c. Göngudeild Covid-19
í eftirliti 591
þar af 57 börn
d. Batnað
1.199