Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
15. apríl 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd vilja benda á að í ljósi aðstæðna á heimsvísu verður í gildi út maímánuð sú ráðstöfun að ekki verður um að ræða neinar náms-, funda- eða ráðstefnuferðir starfsmanna til útlanda.
b. Hafinn hefur verið undirbúningur að því að færa hluta starfsemi spítalans aftur til fyrri vegar, eftir því sem hægt er og viðeigandi. Starfsfólk verður upplýst um framgang þeirrar vinnu hér á þessum vettvangi og mun eðli máls samkvæmt taka þátt í þeirri vinnu en ákvarðanir um slíkt eru í höndum viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar.
2. Helstu tölulegar upplýsingar kl. 12:30
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi inniliggjandi sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
32 (frá upphafi 99)
Þar af á gjörgæslu 7 og 3 í öndunarvél (frá upphafi 25 og 13 í öndunarvél)
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
3
Sjúklingar í sóttkví
9
Útskrifaðir samtals
60
Látnir
6
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 22
í einangrun í dag 13 (batnað 44)
c. Göngudeild Covid-19
í eftirliti 617
þar af 64 börn
d. Batnað
1.158