Brunavarðafélag Reykjavíkur og Starfsmannafélag Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins færði Barnaspítala Hringsins páskaegg í dymbilvikunni 2020.
Þetta er fjórða skipti sem slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu gefa Barnaspítalanum páskaegg. Til þessa hafa þeir gert það í framhaldi af páskabingói starfsmannafélagsins. Í ár var ekkert páskabingó vegna Covid-19 en slökkviliðsmennirnir vildu samt ekki bregða út af vananum. Í öll þrjú skiptin hafa þeir komið inn og afhent flestum börnum páskaegg en í þetta skipti varð að afhenda þau starfsfólki í anddyri Barnaspítalans sem sáu svo um að dreifa þeim.
Börnin sem voru á spítalanum í dymbilvikunni fengu páskaegg og svo var talsvert af auka páskaeggjum til að færa þeim börnum sem þurfa að vera á Barnaspítalanum yfir páskana.