Hátíðarguðsþjónusta verður í sjónvarpi Landspítala á páskadag, sunnudaginn 12. apríl 2020, kl. 9:00 og 15:00. Hún verður einnig vef spítalans og í samskiptamiðlum hans.
Hefðbundið helgihald á Landspítala hefur að miklu leyti gengið úr lagi vegna Covid-19 faraldursins svo sem guðsþjónustur á sunnudögum. Á stórhátíðum er alltaf mikið haft við og messað á öllum stærri starfsstöðvum spítalans. Vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú ríkja er slíkt ekki hægt og því varð að leita annarra leiða. Guðsþjónusta presta og djákna á Landspítala um páska var því kvikmynduð og verður sýnd í miðlum spítalans á páskadag. Ásvaldur Kristjánsson á samskiptadeild annaðist myndatökuna á fjórðu hæðinni á Landspítala Fossvogi og bjó til tæplega hálfrar klukkustundar útsendingar.
Sýnt verður í sjónvarpi Landspítala á rás 53, á innri og ytri vef, Workplace og Facebook.
Við guðsþjónustuna þjóna Sr. Eysteinn Orri Gunnarsson, sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sr. Ingólfur Hartvigsson, Rósa Kristjánsdóttir djákni og sr. Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir
Hugvekja: Sr. Vigfús Bjarni Albertsson
Forsöngur: Ingunn Hildur Hauksdóttir
Organisti: Helgi Bragason