Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
8. apríl 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd brýnir enn fyrir starfsmönnum að virða fjöldatakmarkanir í matsölum sem og reglu um tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga.
b. Vakin er athygli á því að yfir páskahelgina býðst starfsmönnum sem þurfa sýnatöku vegna gruns um Covid-19 þjónusta starfsmannahjúkrunarfræðinga; á morgun skírdag, laugardaginn 11. apríl og annan dag páska (13. apríl).
2. Helstu tölulegar upplýsingar kl. 12:30
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi inniliggjandi sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
38 (frá upphafi 86)
Þar af á gjörgæslu 9 og 6 í öndunarvél (frá upphafi 23 og 12 í öndunarvél)
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
4
Sjúklingar í sóttkví
9
Útskrifaðir samtals
44
Látnir
4
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 103
í einangrun í dag 19 (batnað 27)
c. Göngudeild Covid-19
í eftirliti 979
þar af 93 börn
d. Batnað
658