Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
7. apríl 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Viðbragðstjórn og farsóttanefnd vilja árétta að nægar birgðir eru af hlífðarbúnaði á Landspíta eins og er. Ávallt þarf þó að hafa í huga að búnaður þessi er takmarkaður og mikil eftirspurn eftir honum á heimsvísu. Mikilvægt er að réttir aðilar noti réttan búnað og við réttar aðstæður. Spítalinn tekur þátt í tilraunaverkefni um endurnýtingu á tilteknum hlífðarbúnaði en ekki er gert fyrir að sá búnaður verði nýttur nema hann reynist algerlega öruggur og alvarlegur skortur verði á búnaði.
b. Svo lágmarka megi smithættu á spítalanum hefur viðbragðsstjórn og farsóttanefnd lagt til að takmarka viðveru aðstandenda í fæðingarferlinu. Miða þarf við þann tíma sem kona er komin í svokallaða virka fæðingu og þar til um 2 klukkustundum þar til barnið er fætt. Það er háð mati starfsfólks á fæðingardeild Landspítala í hverju tilfelli fyrir sig hvenær tímabært er að leyfa aðstandenda að koma.
2. Helstu tölulegar upplýsingar kl. 12:30
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi inniliggjandi sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
35 (frá upphafi 83)
Þar af á gjörgæslu 11 og 6 í öndunarvél (frá upphafi 23 og 12 í öndunarvél)
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
4
Sjúklingar í sóttkví
15
Útskrifaðir samtals
44
Látnir
4
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 112
í einangrun í dag 21 (batnað 27)
c. Göngudeild Covid-19
í eftirliti 1.002
þar af 97 börn
d. Batnað
595