María Guðrún Þórisdóttir hefur tekið tímabundið við starfi yfirljósmóður á meðgöngu- og sængurlegudeild í kvenna- og barnaþjónustu á Landspítala.
María Guðrún lauk B.Sc prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og Cand.obst prófi í ljósmóðurfræðum frá sama skóla árið 2001.
Hún starfaði sem ljósmóðir á fæðingarvakt árin 2001-2010, tímabundið á Sjúkrahúsinu á Neskaupsstað við ljósmæðrastörf árið 2005 og sinnti þar afleysingum um tíma. Hún var aðstoðardeildarstjóri á meðgöngu-og sængurlegudeild 2011-2017, verkefnastjóri á mannauðsdeild frá 2017-2018 þar sem hún var í ráðgjöf fyrir vaktasmíði.
María Guðrún starfaði sem ljósmóðir á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningar 2018-2019 og á fæðingarvakt frá 2019-2020. Hún hefur einnig verið leiðbeinandi á öllum námskeiðum í Advanced life support in Obstetrics frá árinu 2009.