Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
3. apríl 2020
ATH! Framvegis birt kl. 14:00
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Fjórar legudeildir í Fossvogi sinna nú sjúklingum sem leggjast inn vegna Covid-19 eða vegna gruns um Covid-19. Þá taka báðar gjörgæsludeildir spítalans við sjúklingum úr þessum hópi.
b. Framkvæmdastjórar hjúkrunar og lækninga hafa stofnað aðgerðarhóp um gæða- og vísindastarf vegna COVID-19.
Tilgangurinn er:
1. Að tryggja gæði umönnunar og meðferða COVID-19 sjúklinga eins vel og kostur er við þessar fordæmalausu aðstæður.
2. Að samhæfa og samnýta allar bjargir og alla aðferðarfræði við vísindarannsóknir, sem og að samhæfa alla samvinnu við aðrar innlendar og erlendar stofnanir og fyrirtæki hvað vísindarannsóknir á COVID-19 varðar.
2. Helstu tölulegar upplýsingar kl. 12:30
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi inniliggjandi sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
43 (frá upphafi 76)
Þar af á gjörgæslu 11 og 8 í öndunarvél (frá upphafi 21 og 11 í öndunarvél)
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
4
Sjúklingar í sóttkví
19
Útskrifaðir samtals
30
Látnir
3
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 136
í einangrun í dag 32
c. Göngudeild Covid-19
í eftirliti 931 fullorðnir
í eftirliti 104 börn
Samtals 1.035
d. Batnað
336